Falleg mynd af fjölskyldunni, börnunum, gæludýrunum eða bara þér sjálfu er góð jólagjöf og getur lífgað upp á jólakortið. Þið ráðið ferðinni og ég sé um að ná skemmtilegum myndum.
Ég býð upp á tvo staðlaða pakka á myndatökum fyrir jólin:
- Pakki 1: Hentar vel fyrir þá sem vilja fyrst og fremst myndir af einum einstaklingi og/eða gæludýri.
– 30 mínútur í stúdíói
– 6 myndir afhentar rafrænt.
– Verð: 29.000.- m. VSK.
- Pakki 2: Hentar vel fyrir fjölbreytta og sveigjanlega myndatöku, þar sem öll fjölskyldan getur setið fyrir.
- 60 mínútna myndataka í stúdíói
- 20 myndir afhentar rafrænt
- Verð: 48.000.- m. VSK
Ef þið eruð að velta fyrir ykkur öðrum hugmyndum, hafið þá endilega samband.
Senda fyrirspurn um myndatöku
Fyrirkomulag og skilmálar
Eftir að þú hefur sent inn fyrirspurn um myndatöku með upplýsingum um dagsetningar hef ég samband við þig og við ákveðum eftirfarandi:
- Hvaða pakka viltu fá?
- Ef um útimyndatöku er að ræða veljum við staðsetningu.
- Við ræðum líka möguleg þemu og stíl sem þú óskar eftir.
- Viltu að við leikum okkur með áhugamálin í myndatökunni?
Að lokum fastsetjum við tímasetningu og mælum okkur mót.
Greitt er fyrir myndatökuna fyrirfram.
Afhending mynda
Myndir eru afhentar með rafrænum hætti, á Dropbox, Google Drive eða á minnislykli.
Eftir myndatöku færð þú að velja úr safni mynda þann fjölda sem er innifalinn í pakkanum.
Aukamyndir sem þig langar að fá líka kosta 2.500.- kr hver mynd.
Allar valdar myndir eru afhentar fullunnar til prentunar
Allar myndir koma bæði í lit og svarthvítu.