Fermingar- og útskriftarmyndatökur

Fermingar og útskriftir úr framhaldsskóla eða háskóla eru stór áfangi og gaman fyrir alla að eiga fallegar minningar um stóra daginn með fallegum myndum.

Hér eru nokkur dæmi af myndum sem ég hef tekið við slík tilefni hvort sem er í stúdíói eða úti við.

Upplýsingar um verð eru neðar á þessari síðu og þar getur þú bókað tíma sem hentar þér.

Ég býð upp á þrjár útfærslur á fermingar- og útskriftarmyndatökum:

 • Pakki 1: Hentar vel fyrir þá sem vilja fyrst og fremst myndir af fermingarbarni eða stúdent:
  – 30 mínútur í stúdíói eða á stað að ykkar vali
  – 10 myndir afhentar rafrænt.
  – Verð: 35.000.- m. VSK.
 • Pakki 2: Hentar vel fyrir fjölbreytta og sveigjanlega myndatöku, bæði stúdíó og útitaka og hægt að stilla upp fleira fólki o.s.frv.
  • 45 mínútna myndataka
  • stúdíó, úti eða hvort tveggja
  • 20 myndir afhentar rafrænt
  • Verð: 49.000.- m. VSK
 • Pakki 3: Hentar vel fyrir þá sem vilja nota tækifærið og mynda stórfjölskylduna við þetta tækifæri og halda í sveigjanleikann.
  • 90 mínútna myndtaka,
  • Val á milli þess að vera í stúdíói, úti eða hvort tveggja
  • 30 myndir afhentar rafrænt
  • Verð: 65.000.- m. VSK

Viltu bóka myndatöku?

Fylltu út þetta form og við verðum svo í sambandi eða hringdu í síma 694 7174.

Fyrirkomulag og skilmálar

Eftir að þú hefur sent inn fyrirspurn um myndatöku með upplýsingum um dagsetningar hef ég samband við þig og við ákveðum eftirfarandi:

 • Hvaða pakka viltu fá?
 • Ef um útimyndatöku er að ræða veljum við staðsetningu.
 • Við ræðum líka möguleg þemu og stíl sem þú óskar eftir.
 • Viltu að við leikum okkur með áhugamálin í myndatökunni?

Að lokum fastsetjum við tímasetningu, gerum með okkur samning um afhendingu mynda og afnot og mælum okkur mót.

Greitt er fyrir myndatökuna fyrirfram.

Afhending mynda

Myndir eru afhentar með rafrænum hætti, á Dropbox, Google Drive eða á minnislykli.

Allar myndir eru afhentar fullunnar til prentunar, en einnig færðu möppu með minni útgáfum sem henta á samfélgasmiðla.

Allar myndir koma bæði í lit og svarthvítu.