Vantar þig portrettmynd fyrir eitthvert ákveðið tilefni? Nýtt CV, starfsmannamynd eða efni fyrir samfélagsmiðlana þína?
Ég hef umtalsverða reynslu af portrettmyndatöku og get boðið upp á nokkrar útfærslur, allt eftir því hvers lags myndir þig langar í. Ég er með tvo staðlaða pakka í boði, en þú getur alltaf haft samband og við getum sett saman pakka sem hentar þér.
Fylltu út upplýsingarnar neðst á þessari síðu til að bóka tíma í myndatöku.
Mynd fyrir ferilskrá
- 15-20 mínútna myndataka
- 4-6 myndir afhentar á rafrænu formi
- Val um ljósan eða dökkan bakgrunn
- Allar myndir afhentar í lit og svarthvítu.
Verð: 12.500 krónur
Listrænt portrett
- 30-40 mínútna myndataka í stúdíói
- 10-12 myndir afhentar á rafrænu formi
- Fundur fyrir myndatöku þar sem við ræðum væntingar þínar og hugmyndir um myndatökuna, leikmuni o.s.frv.
- Allar myndir afhentar í lit og svarthvítu.
Verð kr. 25.000.-
Ég vek líka athygli á að hægt er að kaupa gjafabréf í portrettmyndatöku hjá mér hér: Gjafbréf í portrettmyndatöku.
Fyrirspurn um portrett myndatöku
Fyrirkomulag og skilmálar
Eftir að þú hefur sent inn fyrirspurn um myndatöku með upplýsingum um dagsetningar hef ég samband við þig og við ákveðum eftirfarandi:
- Hvaða pakka viltu fá?
- Ef um útimyndatöku er að ræða veljum við staðsetningu.
- Við ræðum líka möguleg þemu og stíl sem þú óskar eftir.
Afhending mynda
Myndir eru afhentar með rafrænum hætti, á Dropbox, Google Drive eða á minnislykli.
Allar myndir eru afhentar fullunnar til prentunar, en einnig færðu möppu með minni útgáfum sem henta á samfélgasmiðla.
Allar myndir koma bæði í lit og svarthvítu.