Myndatökur við öll tækifæri

Fermingar og útskriftir

Stóri dagurinn

Á mikilvægum tímamótum í lífinu er gaman að safna myndum og minningum sem hægt er að ylja sér við síðar. Þessi tímamót eru líka kjörin tækifæri til þess að hóa saman stórfjölskyldunni og safna myndum í sarpinn.

Ég býð upp á nokkrar útgáfur af ljósmyndapökkum fyrir fermingar og útskriftir. Einnig er hægt að sérsníða pakka að ykkar þörfum.

Verð er frá kr. 25.000.-

Ég heiti Tryggvi Már og ég tek ljósmyndir. Ég lærði ljósmyndun við New York Institute of Photography og tek að mér ýmiss konar ljósmyndaverkefni.

Ég legg mikla áherslu á að hlusta á fólk, vera opinn fyrir hugmyndum um útfærslur og gera alls kyns tilraunir til þess að fanga persónuleika og sögu þess sem ég mynda í hvert sinn.

Ég hef ástríðu fyrir vönduðum og góðum portrettum. Í litla stúdíóinu mínu er auðvelt að búa til þægilegt andrúmsloft, slaka á og búa til vönduð portrett.

Í öllum tilfellum er vel gætt að sóttvörnum.

Segðu þína sögu

Portrett er svo miklu meira en mynd af andliti.

Alls kyns myndatökur í boði

Fermingamyndatökur

Ég hef mikla reynslu af því að taka myndir af fermingarbörnum.

Líkt og í portrettmyndatökum legg ég áherslu á að vinna með persónuleika fermingarbarnsins og búa til myndir sem gaman verður að skoða á fullorðinsárunum.

Starfsmannamyndir

Ég hef tekið talsvert að starfsmannamyndum fyrir stofnanir og fyrirtæki. Dæmi má sjá á vef Hagaskóla og hjá Svartagaldri.

…bara hvað sem er!

Ef þig eða fyrirtækið þitt vantar myndefni hvet ég þig til að hafa samband við mig. Ég hef bæði útvegað fyrirtækjum veggmyndir í opin rými og á vefi. Dæmi um myndefni á vef má t.d. sjá á vef Röntgen Domus.

Hafðu samband!

Hvernig líkar fólki?

Umsagnir

Tryggva tókst að mynda mig eins og ég er. Það hefur ekki mörgum tekist.

Bára Lyngdal Stefánsdóttir, mamma

Snögg og góð þjónusta, myndum skilað fljótt og vel. Glæsilegar myndir!

Beggi Dan, Svartagaldri.

Á ferðinni

Skoðaðu nýjustu myndasögurnar

  • Dagsferð um Reykjanes
    Kleifarvatn, Seltún, Selatangar, Brimketill, Gunnuhver, Reykjanesviti og fleiri perlur eru frábærir áfangastaðir fyrir þá sem hafa gaman af landslagsljósmyndun. Sunnudaginn 24. janúar fóru nokkrir félagar í Fókus, félagi áhugaljósmyndara, í sóttvarða ferð um Reykjanesið. Fyrsta stopp var við klett sem stundum er kallaður Indjáninn og stendur rétt utan við ströndina. Þessu næst kíktum við áHalda áfram að lesa „Dagsferð um Reykjanes“
  • Austurengjahver
    Austurengjahver er stórt og mikið hverasvæði milli Grænavatns og Kleifarvatns. Það er tiltölulega auðvelt að ganga að svæðinu og stikuð gönguleið er frá bílastæðinu við Grænavatn. Þetta er frekar stutt ganga, u.þ.b. 2 km hvora leið, en svæðið er býsna kraftmikið, stórar tjarnir með sjóðandi heitu vatni, gufuaugu og fallegir litir víða þar sem leirblandaðHalda áfram að lesa „Austurengjahver“
  • Myndir ársins 2020
    Ég ákvað að líta aðeins yfir árið 2020 og velja nokkrar af minnistæðustu myndum ársins. Það þarf ekkert að fjölyrða um það hversu furðulegt árið var en í heildina get ég verið mjög sáttur við það hvernig ljósmyndunin mín þróaðist á árinu. Ég óska öllum þeim sem lesa þetta gæfu og heilbrigðis á nýju ári.Halda áfram að lesa „Myndir ársins 2020“