Grótta og Hvaleyrin

Þegar sólin sest þessar fyrstu vikur eftir jafndægur á vori verður oft fallegt og skemmtilegt sjónarspil í fjörunni fljótlega eftir kvöldmat og alger snilld að skjótast út og mynda svolítið áður en maður fer í háttinn. Það er góð hugleiðsla og æfing í núvitund.

Ég skrapp í Gróttu í gærkvöldi með nokkrum félögum úr Fókus – félagi áhugaljósmyndara, og gerði nokkrar tillögur til að fanga sólalagið. Ég var reyndar aðeins of seinn til að ná sólinni að setjast en litirnir voru engu að síðar stórkostlegir.

Mynd af sólsetri í Gróttu.
Sólsetur í Gróttu. ©Tryggvi Már Gunnarsson
Mynd af sólsetri í Gróttu.
Sólsetur í Gróttu. Tekið með 10 stoppa Nisi filter og Medium Grad 3 stoppa til að ná himninum réttum. ©Tryggvi Már Gunnarsson

Það er líka gaman að mynda fjöruna á Hvaleyri við Hafnarfjörð og þangað fór ég um daginn þegar eldgosið var lokað. Birtan var mýkri og litirnir ekki eins djúpir, auk þess sem fjörugrjótið er grófara en í Gróttu.

Mynd af sólsetri við Hvaleyri.
Fjaran við Hvaleyri í Hafnarfirði. ©Tryggvi Már Gunnarsson
Með filterum er hægt að taka myndirnar á löngum tíma og fá mjúka áferð á sjóinn. ©Tryggvi Már Gunnarsson

Þetta vor er svo sannarlega áhugavert fyrir ljósmyndara. Sólsetrin eru falleg og eldgos í bakgarðinum.