Eftir þrjár fyrstu ferðirnar að eldgosinu á Fagradalsfjalli hefur orðið til dágott safn af myndum. Það eru einstök forréttindi að geta myndað eldgos sem er í innan við 2 klst fjarlægð frá heimili manns. Mótívin virðast endalaus, birtuskilyrðin eru aldrei eins og gosið sjálft er síbreytilegt. Hér er úrval af þeim myndum sem ég hefHalda áfram að lesa „Enn af eldgosi“
Author Archives: Tryggvi Már
Grótta og Hvaleyrin
Þegar sólin sest þessar fyrstu vikur eftir jafndægur á vori verður oft fallegt og skemmtilegt sjónarspil í fjörunni fljótlega eftir kvöldmat og alger snilld að skjótast út og mynda svolítið áður en maður fer í háttinn. Það er góð hugleiðsla og æfing í núvitund. Ég skrapp í Gróttu í gærkvöldi með nokkrum félögum úr FókusHalda áfram að lesa „Grótta og Hvaleyrin“
Eldgos í Geldingadal
Eins og þúsundir annarra Íslendinga gekk ég upp að gosstöðvunum í Geldingadal í Fagradalsfjalli síðastliðinn sunnudag. Þetta var stórbrotið sjónarspil sem ég mun seint gleyma. Hér er syrpa af myndum sem ég tók á svæðinu. Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri. Vinsamlegast ekki nota myndirnar annars staðar nema fá leyfi. Ég skrifaði líkaHalda áfram að lesa „Eldgos í Geldingadal“
Dagsferð um Reykjanes
Kleifarvatn, Seltún, Selatangar, Brimketill, Gunnuhver, Reykjanesviti og fleiri perlur eru frábærir áfangastaðir fyrir þá sem hafa gaman af landslagsljósmyndun. Sunnudaginn 24. janúar fóru nokkrir félagar í Fókus, félagi áhugaljósmyndara, í sóttvarða ferð um Reykjanesið. Fyrsta stopp var við klett sem stundum er kallaður Indjáninn og stendur rétt utan við ströndina. Þessu næst kíktum við áHalda áfram að lesa „Dagsferð um Reykjanes“