Austurengjahver

Austurengjahver er stórt og mikið hverasvæði milli Grænavatns og Kleifarvatns. Það er tiltölulega auðvelt að ganga að svæðinu og stikuð gönguleið er frá bílastæðinu við Grænavatn. Þetta er frekar stutt ganga, u.þ.b. 2 km hvora leið, en svæðið er býsna kraftmikið, stórar tjarnir með sjóðandi heitu vatni, gufuaugu og fallegir litir víða þar sem leirblandaðHalda áfram að lesa „Austurengjahver“

Myndir ársins 2020

Ég ákvað að líta aðeins yfir árið 2020 og velja nokkrar af minnistæðustu myndum ársins. Það þarf ekkert að fjölyrða um það hversu furðulegt árið var en í heildina get ég verið mjög sáttur við það hvernig ljósmyndunin mín þróaðist á árinu. Ég óska öllum þeim sem lesa þetta gæfu og heilbrigðis á nýju ári.Halda áfram að lesa „Myndir ársins 2020“

Box bomba!

Beggi Dan, bróðir minn, kíkti í stúdíóið til mín í kvöld. Við ákváðum að búa til dökka stemmingu og vinna aðeins með boxið sem hann æfir af kappi þessar vikurnar. Ætli það sé ekki best að myndirnar tali sínu máli: Þetta var virkilega skemmtileg kvöldstund og Beggi stóð sig frábærlega sem módel.

Grænmetisborgari frá grunni

Fyrir nokkru fékk ég þá skemmtilegu áskorun að skila inn nokkrum uppskriftum í Vikublaðið sem gefið er út á Akureyri. Ég ákvað að hafa þríréttaða veislumáltíð sem allir á heimilinu gætu notið, hvort sem þeir borða kjöt eða ekki. Ekki síðra var að mynda herlegheitin, sem ég gerði með einföldu hringljósi, beint fyrir ofan matinnHalda áfram að lesa „Grænmetisborgari frá grunni“