Grótta og Hvaleyrin

Þegar sólin sest þessar fyrstu vikur eftir jafndægur á vori verður oft fallegt og skemmtilegt sjónarspil í fjörunni fljótlega eftir kvöldmat og alger snilld að skjótast út og mynda svolítið áður en maður fer í háttinn. Það er góð hugleiðsla og æfing í núvitund. Ég skrapp í Gróttu í gærkvöldi með nokkrum félögum úr FókusHalda áfram að lesa „Grótta og Hvaleyrin“

Myndir ársins 2020

Ég ákvað að líta aðeins yfir árið 2020 og velja nokkrar af minnistæðustu myndum ársins. Það þarf ekkert að fjölyrða um það hversu furðulegt árið var en í heildina get ég verið mjög sáttur við það hvernig ljósmyndunin mín þróaðist á árinu. Ég óska öllum þeim sem lesa þetta gæfu og heilbrigðis á nýju ári.Halda áfram að lesa „Myndir ársins 2020“

Rölt við Vífilsstaðavatn

Í gærkvöldi fór ég ásamt nokkrum félögum úr Fókus, félagi áhugaljósmyndara, að Vífillstaðavatni. Þar er mikið fuglalíf og það var gaman að sjá flórgoðana. Þó svo að ég sé ákaflega ánægður með 70-200 linsuna mína verður að segja að hún er ekki alveg nógu löng í svona fuglaljósmyndun. Þannig að ég ákvað að snúa mérHalda áfram að lesa „Rölt við Vífilsstaðavatn“

Loftskeytamenn í hljóðveri

Á sunnudaginn tók ég að mér að mynda upptökur hjá hljómsveitinni Loftskeytamenn, sem fram fóru í Sundlauginni í Mosfellsbæ. Loftskeytamenn hafa sérhæft sig í íslenskri dægurtónlist frá sjötta og sjöunda áratugnum og semja að auki lög í þeim stíl. Uppábúnir og vel greiddir hljóðfæraleikarar í fallegu stúdíói þar sem allir gluggar eru ofarlega á veggjumHalda áfram að lesa „Loftskeytamenn í hljóðveri“