Rölt við Vífilsstaðavatn

Í gærkvöldi fór ég ásamt nokkrum félögum úr Fókus, félagi áhugaljósmyndara, að Vífillstaðavatni. Þar er mikið fuglalíf og það var gaman að sjá flórgoðana.

Þó svo að ég sé ákaflega ánægður með 70-200 linsuna mína verður að segja að hún er ekki alveg nógu löng í svona fuglaljósmyndun. Þannig að ég ákvað að snúa mér að blómunum og macro myndatöku.

Það var gaman að sjá hvað lúpínan gat gefið fjölbreytta liti og form þegar myndað var beint ofan á hana með macro linsu:

Skemmtilegt kvöld með skemmtilegum Fókusfélögum, fullt af myndum og útivera í hæsta gæðaflokki.