Á sunnudaginn tók ég að mér að mynda upptökur hjá hljómsveitinni Loftskeytamenn, sem fram fóru í Sundlauginni í Mosfellsbæ.

Loftskeytamenn hafa sérhæft sig í íslenskri dægurtónlist frá sjötta og sjöunda áratugnum og semja að auki lög í þeim stíl.


Uppábúnir og vel greiddir hljóðfæraleikarar í fallegu stúdíói þar sem allir gluggar eru ofarlega á veggjum er magnað verkefni fyrir ljósmyndara. Stemmingin sem myndaðist þegar þeir byrjuðu að æfa lögin sem átti að taka upp kom mér í svarthvíta gírinn.

Það fékk allt einhvernveginn svarthvítan og klassískan blæ.


Að lokum stilltum við upp í hljómsveitarmynd þar sem hátalarar úr hljóðkerfi Hauks Morthens léku stórt hlutverk.

Loftskeytamenn snúast um sígilt lúkk, sígildan hljóm og það var gaman að fást við að fanga þann blæ. Að lokum er hér myndband við smellinn þeirra „Það er gott að búa á Íslandi“.