Upplýsingasamfélagið

Í kvöld var pælt í lýsingu fyrir uppstilltar myndir. Uppstillingar, bakgrunnar og þetta helsta. Fyrir valinu varð einföld rauðvínsflaska, sem var hendi næst þegar ég byrjaði.

En eftir því sem leið á fór ég að líta svolítið í kringum mig í stúdíóinu að einföldum hlutum sem gætu fengið nýja merkingu í nýju samhengi.

Fyrstar urðu þessar heyrnarhlífar, fallega bleikar og það var eitthvað áhugavert við að sjá svona einfaldan hlut í vel lýstu umhverfi. Það næsta sem ég fann var þessi gamli „megaphone“:

Þá small það. Þessar einföldu andstæður. Hávaðinn og þögnin sem kristalla samfélagið í dag. Endalaust áreiti af upplýsingum, auglýsingum og vinabeiðnum og like-um og kommentum. Á sama tíma leitar fjöldi fólks í útivist, jóga, hugleiðslu til að finna innri frið og ró.

Úr varð þetta listaverk sem ég kalla Upplýsingasamfélagið.

Það má segja að þessi lýsingaæfing haf aðeins undið upp á sig og orðið að listrænni útrás og samfélagslegri þerapíu. Ég fer hress inn í nýja viku!