
Ég er 49 ára gamall Kópavogsbúi, fæddur og uppalinn á Akureyri. Ég starfa sem verkefnastjóri í deild rafrænnar kennslu við Háskóla Íslands á daginn, en í frítíma mínum sinni ég ýmiss konar ljósmyndaverkefnum og vefhönnun.
Reynsla
Ljósmyndun
Ég byrjaði í ljósmyndun árið 2006 þar sem ég var mikið á ferðinni sem leiðsögumaður og vildi fanga fegurð og krafta landsins. Árið 2010 hóf ég nám í New York Institute of Photography og lauk þar Complete Professional Photography diplómu árið 2016.
Ljósmyndun er vaxandi aukastarf hjá mér og fjölgar viðskiptavinum mínum á hverju ári.
Leiðsögn
Vorið 1998 útskrifaðist ég úr Leiðsöguskóla Íslands og byrjaði að leiðsegja erlendum ferðamönnum um Íslands. Fyrstu árin var þetta sumarstarf með kennslu þar sem ég fór langmest í tveggja vikna tjaldferðir um hálendi Ísland með Frakka. Ótrúlega skemmtilegur tími og ótal ævintýri.
Árið 2006 færði ég út kvíarnar og keypti stóran, breyttan Land Rover jeppa og fór að ferðast með alls kyns ferðamenn. Mest voru þetta dagsferðir frá Reykjavík en líka lengri ferðir um hálendið, jafnt að sumri sem vetri.
Undanfarið hef ég helst unnið við að fylgja ljósmyndurum á ferðalagi, hvort sem það eru erlendir ljósmyndarar á vegum Iceland Photo Tours, eða íslenskir ljósmyndarar á vegum Canon á Íslandi.
Kennsla
Nánast alla mína starfsævi hef ég verið viðloðandi kennslu og leiðsögn af einhverju tagi. 2001-2017 kenndi ég unglingum við Hagaskóla íslensku.
Ég hef einnig sinnt stjórnun í grunnskóla, kennt skyndihjálp, unnið að gerð kennsluefnis í skyndihjálp og vinn núna við að innleiða nýtt námsmsjónarkerfi við Háskóla Íslands.
Vefhönnun
Vorið 2018 lauk ég dimplómanámi í Hagnýtri vefmiðlun við Háskóla Íslands. Þar lærði ég ótal margt um vefhönnun, gerð efnis fyrir vef, framsetningu efnis á vef og framleiðslu á vefþáttum, bæði í hljóði og mynd.
Þegar námi mínu lauk hannaði ég og setti upp nýjan vef fyrir Röntgen Domus að lokinn ítarlegri þarfagreiningu. Ég framleiddi einnig töluvert af efni (texti og ljósmyndir) fyrir vef Hagaskóla.
Eftir að ég hóf störf við Háskóla Íslands hannaði ég og setti upp vef um innleiðingu námsumsjónarkerfisins, canvas.hi.is.
Eigum við að búa eitthvað til?.