Austurengjahver

Austurengjahver er stórt og mikið hverasvæði milli Grænavatns og Kleifarvatns. Það er tiltölulega auðvelt að ganga að svæðinu og stikuð gönguleið er frá bílastæðinu við Grænavatn. Þetta er frekar stutt ganga, u.þ.b. 2 km hvora leið, en svæðið er býsna kraftmikið, stórar tjarnir með sjóðandi heitu vatni, gufuaugu og fallegir litir víða þar sem leirblandað vatnið rennur úr tjörnunum.

Ég rölti inn að hvernum í dag. Veðrið var áhugavert, gekk á með nokkuð þéttum og dimmum éljum en stytti upp inn á milli.

Það er eitthvað svo heillandi að sjá andstæðurnar í snjónum og þessu heita vanti sem þarna streymir upp úr jörðinni.

Það er ekki nokkur spurning að ég mun gera mér ferð aftur að þessu svæði seinna í vetur þegar kominn er meiri snjór.

Á leiðinni til baka blasti þetta við mér, sólin að reyna að glenna sig í gegnum þykka og dimma skýjahulua.