Box bomba!

Beggi Dan, bróðir minn, kíkti í stúdíóið til mín í kvöld. Við ákváðum að búa til dökka stemmingu og vinna aðeins með boxið sem hann æfir af kappi þessar vikurnar. Ætli það sé ekki best að myndirnar tali sínu máli: Þetta var virkilega skemmtileg kvöldstund og Beggi stóð sig frábærlega sem módel.

Bak við grímuna

Það örlar á faraldursþreytu í manni og þá er mikilvægt að átta sig á því hvað maður getur gert til þess að létta lundina, hvað er hægt innan sóttvarnatakmarkana og svo framvegis. Ætli andlitsgrímur verði ekki eitt af því sem stendur upp úr hjá okkur þegar þessum faraldri lýkur. Eins konar einkennisfatnaður Covid-19. Þessar myndirHalda áfram að lesa „Bak við grímuna“

Myndband og plötucover

Í vikunni var frumsýnt tónlistarmyndband eftir mig og vini mína í hljómsveitinni Tvö dónaleg haust við lagið Ég er til sem er á plötu sem kemur út núna í loka mánaðar: Myndbandið var annars vegar skotið í stúdíóinu þar sem eitt ljós með stóru octoboxi og griddi lýsti upp þessa stórkostlegu miðaldra karlmannskroppa. Hins vegarHalda áfram að lesa „Myndband og plötucover“

Portrettmyndatökur

Ég hef ástríðu fyrir góðum portrettmyndum. Undanfarna mánuði hef ég fengið þó nokkra karla til mín í myndatökur og það er eins og úr því sé að verða smá sería. Það stóð svo sem ekki til upphaflega, en eftir því sem fleiri karlar á besta aldri hafa komið til mín, hef ég fundið hvað þaðHalda áfram að lesa „Portrettmyndatökur“