Myndband og plötucover

Í vikunni var frumsýnt tónlistarmyndband eftir mig og vini mína í hljómsveitinni Tvö dónaleg haust við lagið Ég er til sem er á plötu sem kemur út núna í loka mánaðar:

Myndbandið var annars vegar skotið í stúdíóinu þar sem eitt ljós með stóru octoboxi og griddi lýsti upp þessa stórkostlegu miðaldra karlmannskroppa. Hins vegar skutumst við upp í sveit þar sem ég elti þá á röndum á meðan þeir léku sér.

Annar þáttur í undirbúningi útgáfunnar var að skjóta plötucover. Hugmyndavinnan fólst kannski helst í því að skilgreina hvað einkennir daglegt líf miðaldra fólksins. Primaloftúlpur, tjaldvagnar, spandex hjólagallar og síðdegislúrar voru nefndir sem samnefnarar í lífi marga, en niðurstaðan varð Bónus. Að ákveða hvað á að vera í matinn, kaupa í matinn og horfa á tímann þjóta hjá. En kaupa samt alltaf það sama. Ætli það sé ekki reynsluheimur sem margt miðaldra fólk tengi við.

Þrátt fyrir að myndin hér að ofan hafi orðið fyrir valinu var þessi myndataka hin skemmtilegasta og hefðu nokkrar aðrar hæglega getað sómt sér vel sem covermyndir: