Eins og þúsundir annarra Íslendinga gekk ég upp að gosstöðvunum í Geldingadal í Fagradalsfjalli síðastliðinn sunnudag. Þetta var stórbrotið sjónarspil sem ég mun seint gleyma.
Hér er syrpa af myndum sem ég tók á svæðinu. Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri. Vinsamlegast ekki nota myndirnar annars staðar nema fá leyfi.











Ég skrifaði líka stuttan pistil á vef Fókus – félags áhugaljósmyndara um ferðalög að gosinu sem má nálgast hér: https://www.fokusfelag.is/2021/03/22/aetlar-thu-ad-mynda-gosid/. Ef þú hyggur á ferð að gosinu mæli ég með að þú rennir yfir hann.
Hér er síðan örstutt þögult myndband sem ég skaut á meðan ég var þarna. Mikið hlakka ég til að fara aftur.