Eftir þrjár fyrstu ferðirnar að eldgosinu á Fagradalsfjalli hefur orðið til dágott safn af myndum. Það eru einstök forréttindi að geta myndað eldgos sem er í innan við 2 klst fjarlægð frá heimili manns. Mótívin virðast endalaus, birtuskilyrðin eru aldrei eins og gosið sjálft er síbreytilegt.
Hér er úrval af þeim myndum sem ég hef tekið á þessum ferðum mínum. Það á efalaust meira eftir að bætast við.
Ef einhver þessara mynda gæti átt heima uppi á vegg hjá þér, skaltu ekki hika við að hafa samband og við látum prenta mynd í þeirri stærð sem hentar!