Lifandi tónlistarmyndband

Mér finnst gaman að hlusta á tónlist, elska að spila tónlist og núna undanfarið hefur mér þótt einstaklega gaman að spreyta mig á að taka upp lifandi tónlistarflutning.

Í myndbandinu hér fyrir neðan er þessu öllu blandað saman. Hljómsveitin Friðrik og félagar fékk það verkefni að búa til stutta tónlistarkveðju til fólks sem ekki komst á alþjóðlegan fund sem átti að halda í mars. Fyrir valinu varð gömul perla eftir Tom Waits, „I Hope That I Don’t Fall in Love with You.“

Búnaður: 

  • Canon 5D Mark IV (85mm, f/1.2 og 100mm macro linsur)
  • Canon 5D Mark III (17-40mm f.4 linsa)
  • Zoom H5
  • Tveir LED panelar
  • Þrífætur

Ferlið var einfalt. Við stilltum upp myndavélum og spiluðum lagið í gegn. Síðan var sú upptaka spiluð og hljóðfæraleikaranir spiluðu með á meðan nærmyndir voru teknar.

Myndataka: Tryggvi Már og Ingi Rangar
Hljóðupptaka og hljóðvinnsla: Bjarni Bragi
Klipping og litgreining: Tryggvi Már

Friðrik og félagar: 

Friðrik Jónsson, söngur og kassagítar
Bjarni Bragi Kjartansson, bassi
Ingi Ragnar Ingason, trommur
Tryggvi Már Gunnarsson, gítar