Allir eru fallegir

Mynd af Bettinu Vass, ljósmyndara
Bettina Vass, ljósmyndari. ©Bettina Vass

Í þessum hlaðvarpsþætti heyrum við í Bettinu Vass, ungverskri konu sem hefur búið á Íslandi í sex og hálft ár. Hún elskar að mynda fólk og á í erfiðu sambandi við samfélagsmiðla, eins og kannski fleiri ljósmyndarar. Saga hennar er áhugaverð og ástríðan fyrir ljósmyndun skín í gegn í þessu spjalli sem við áttum á BikeCave í Skerjafirði núna í lok nóvember.

Það var sérstaklega gaman að heyra Bettinu tala um það hvernig hún nálgast fólkið sem hún myndar. Hún ber sanna virðingu fyrir því sem hún gerir og það er góð áminning á tímum sjálfunnar og samfélagsmiðla.

Til að skoða myndirnar hennar og fræðast meira um hana bendi ég á vefinn hennar, https://www.bettinavass.com/ og hún er á instagram undir nafninu @bettinavassphoto.

Uppáhaldsmyndin í augnablikinu

Við spjölluðum um margt á þessum rúma hálftíma sem við sátum á Bike Cave. Ég bað Bettinu um að segja okkur aðeins frá uppáhaldsljósmyndinni sinni. Það er kannski svolítið skrítið að ræða ljósmyndir í hlaðvarpi en Bettina gaf mér góðfúslegt leyfi til þess að birta myndina sem hún talar um.

Mynda af ungri dökkhærðri stúlku sem hallar undir flatt og horfir beint í myndavélina.
Í þættinum segir Bettina okkur frá því af hverju þessi mynd er í uppáhaldi hjá henni núna og söguna á bakvið myndina. ©Bettina Vass

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s