Síðastliðinn laugardag greip mig ljósmyndaóþreyja. Ég hef lítið myndað landslag í sumar og langaði að bæta úr því. Eins eins og stundum er, þá var tíminn takmarkaður og það sem verra var, birtan var langt frá þeim landslagsmyndastíl sem ég aðhallast. En, það var samt engin ástæða til þess að hanga bara heima. Eins ogHalda áfram að lesa „Hverasvæði í nærmynd“
Category Archives: Náttúra og landslag
Rölt við Vífilsstaðavatn
Í gærkvöldi fór ég ásamt nokkrum félögum úr Fókus, félagi áhugaljósmyndara, að Vífillstaðavatni. Þar er mikið fuglalíf og það var gaman að sjá flórgoðana. Þó svo að ég sé ákaflega ánægður með 70-200 linsuna mína verður að segja að hún er ekki alveg nógu löng í svona fuglaljósmyndun. Þannig að ég ákvað að snúa mérHalda áfram að lesa „Rölt við Vífilsstaðavatn“
Tiltekt í samkomubanni
Ég er heppinn. Hef ekki veikst og mjög fáir þeirra sem ég þekki hafa veikst, og fólkið í viðkvæmasta hópnum í kringum mig er öruggt og hverfandi líkur á að það veikist. En, eins og svo ótal margir aðrir ljósmyndarar hef ég lent í því að myndatökur hafi verið afbókaðar, viðburðum sem ég átti aðHalda áfram að lesa „Tiltekt í samkomubanni“
Landslag og skíði
Fyrir rúmum tveimur vikum skrapp ég einn seinnipart í skíðagöngu út frá Litlu-Kaffistofunni á Hellisheiði. Þar sem birtan var ákaflega falleg ákvað ég að kippa myndavélinni með og sjá hvort ég gæti fangað nokkrar fallegar myndir. Birtan var býsna hörð í upphafi ferðar og sólin skein glatt. Frostið var um -8°, en nánast logn. EftirHalda áfram að lesa „Landslag og skíði“