Landslag og skíði

Fyrir rúmum tveimur vikum skrapp ég einn seinnipart í skíðagöngu út frá Litlu-Kaffistofunni á Hellisheiði. Þar sem birtan var ákaflega falleg ákvað ég að kippa myndavélinni með og sjá hvort ég gæti fangað nokkrar fallegar myndir. Birtan var býsna hörð í upphafi ferðar og sólin skein glatt. Frostið var um -8°, en nánast logn. EftirHalda áfram að lesa „Landslag og skíði“

Lundinn

Lundabúðir, lundadúkkur, lundaskeiðar og lundabolir. Hægt og rólega hefur lundinn orðið að einkennisdýri fyrir Ísland í hugum margra ferðamanna. Í hugum Íslendinga hefur hann kannski frekar orðið að tákni fyrir ferðaþjónustuna, stundum í hálfgerðum skammartón. En hvað sem því líður þá lundinn sennilega sá villti fugl sem hægt er að komast í hvað mest návígiHalda áfram að lesa „Lundinn“

Hver elskar ekki góða klisju?

Undanfarin ár hefur ljósmyndaferðamönnum fjölgað gríðarlega á Íslandi. Þekktir ljósmyndarar og youtube stjörnur í ljómyndageiranum halda workshop hér allt árið um kring og á allra þekktustu áningastöðunum getur hreinlega verið snúið að koma sér fyrir með þrífót og fá „hreint“ skot, þar sem enginn er í mynd. Það er reynsla mín að flestir þessara gestaHalda áfram að lesa „Hver elskar ekki góða klisju?“

Öxarárfoss í sólsetri

Landslagsmyndir snúast um birtu Að mynda landslag snýst um birtuna sem við fáum og hvernig okkur tekst svo að nýta hana. Þótt við værum stödd á fallegasta stað veraldar yrði alltaf erfitt að gera honum skil ef ljósið er ekki fallegt. Þessi mynd af Öxarárfossi er dæmi um það. Þegar allt virðist ónýtt… Ég varHalda áfram að lesa „Öxarárfoss í sólsetri“