Austurengjahver er stórt og mikið hverasvæði milli Grænavatns og Kleifarvatns. Það er tiltölulega auðvelt að ganga að svæðinu og stikuð gönguleið er frá bílastæðinu við Grænavatn. Þetta er frekar stutt ganga, u.þ.b. 2 km hvora leið, en svæðið er býsna kraftmikið, stórar tjarnir með sjóðandi heitu vatni, gufuaugu og fallegir litir víða þar sem leirblandaðHalda áfram að lesa „Austurengjahver“
Category Archives: Náttúra og landslag
Myndir ársins 2020
Ég ákvað að líta aðeins yfir árið 2020 og velja nokkrar af minnistæðustu myndum ársins. Það þarf ekkert að fjölyrða um það hversu furðulegt árið var en í heildina get ég verið mjög sáttur við það hvernig ljósmyndunin mín þróaðist á árinu. Ég óska öllum þeim sem lesa þetta gæfu og heilbrigðis á nýju ári.Halda áfram að lesa „Myndir ársins 2020“
Skundað um skjálftasvæði
Jarðskjálftinn í síðustu viku minnti okkur hérna á höfuðborgarsvæðinu á hvað við búum í mikilli nálægð við öflin í náttúrunni. Reykjanesið er eldbrunnið á alla kanta, endalaus hraun, öflug háhitasvæði og jarðmyndanir af ýmsum stærðum og gerðum. Í dag ákvað ég að gera mér ferð á svæði í nágrenni upptaka skjálftans, nánar tiltekið við Sog.Halda áfram að lesa „Skundað um skjálftasvæði“
Haustlitir og háhitasvæði
Þetta hefur verið skrítið ár og því miður hefur það bitnað svolítið á ljósmynduninni hjá mér. Það hefur verið minna að gera í portrettmyndatökum, fermingarmyndatökum og brúðkaupum en undanfarin ár og ég hef ekkert gædað erlenda ljósmyndara á þessu ári. Þegar svona ládeyða skellur á þarf stundum að sparka í rassinn á sjálfum sér ogHalda áfram að lesa „Haustlitir og háhitasvæði“